Það eru tíl ýmiss útgáfur af lauksúpum og spurningin er hvaðan hún kemur í
rauninni, en sumir segja að hún komi frá Frakklandi en Bretarnir segja að hún
sé bresk. Mér finnst það kannski ekki skipta höfuð máli, en mín súpa er kannski
blanda á milli þess að vera frönsk og bresk, þ.e.a.s. ef maður vill setja
einhvern stimpil á hana. Mér finnst hún allavega rosalega góð og ég veit að
ykkur á eftir að finnast það líka.
20 gr smjör, til steikingar
3 rauðlaukar, sneiddir
3 laukar, sneiddir
1 blaðlaukur, snyrtur og sneiddir
3 rif hvítlaukur, saxaðir
skvetta af koníak eða viskí
1 ½ til 2 L Kjúklingasoð
5 blöð salvía
200 gr cheddarostur, rifinn
salt og pipar
Chiabatta brauð, skorið í 4cm þykkar sneiðar
1. Setja olivuolíuna og smjörið í djúpa
pönnu eða pott og byrja á að svita hvítlaukinn og sage blöðin létt í ca 1 min.
Setja svo allan laukinn saman við og salta og pipra vel. Láta laukinn malla í
ca 5 min og hræra í lauknum annað slagið. Setja svo kvettu af brandí eða
koníaki saman við og flambera
(kveikja í víninu). Þegar loginn hefur slokknar, setja þá lokið á og lækka
hitan og láta malla í 25 min.
2. Setja kjúklingasoðið saman við og láta
krauma áfram í 15 min. Það er ráðlagt að hafa kjúklingasoðið heitt áður enn það
er sett saman við laukinn. Kveikja svo á ofninum og setja á grill stillingu á
mestum hita.
3. Setja svo súpuna í skálar(eldfastar).
Skera brauðið í sneiðar og setja eina sneið í hverja skál og rífa vel af osti
yfir. Setja skálarnar í ofnskúffu og svo undir grillið í ofninum þar til
osturinn er bráðnaður og aðeins brenndur.
No comments:
Post a Comment