Hrikalega góð uppskrift fyrir fjóra. Endilega prufið þessa og látið mig vita hvernig ykkur finnst :-)
4 kjúklingabringur
4 sneiðar
taleggio ostur
4 sneiðar mozzarella,
¼ rauð paprika (skorin í þunna
strimla)
¼ græn paprika
(skorin í þunna strimla)
2 pakkar
beikon
Thai
Gulrætur
6 gulrætur
1 rauðlaukur (fínt
saxaður)
½ msk karrí
smjör til steikingar
5 dl kókosmjólk
1 dl ferskur
kóríander
salt go pipar
safi úr ½ sítrónu
1. Settu ofninn á 180˚C. Saltaðu og pipraðu
bringurnar og skerðu litla vasa í hverja bringu. Fylltu bringurnar með einni
sneið af taleggio og einni af mozzarella og tveimur strimlum af hvorri
paprikunni. Vefðu 2-3 sneiðum af beikoni utan um hverja bringu og steiktu í
ofninum í 15 – 20 mín.
2. Snyrtu og skerðu gulræturnar í litla
stafi. Settu klípu af smjöri á heita pönnu og léttsteiktu gulræturnar, laukinn
og karríið upp úr smjörinu. Helltu síðan kókosmjólkinni saman við og hristu
pönnuna örlítið. Settu lokið á og láttu malla þar til gulræturnar eru orðnar
mjúkar. Smakkaðu til með salti, pipar og sítrónusafa. Blandaðu ferskum kórander
saman við rétt áður en rétturinn er borinn fram.
No comments:
Post a Comment