Mynd: Hlynur Pálmason
Sorry guys, this one is in Icelandic ;-)
Ég hef séð margar uppskriftir af amerískum pönnukökum en þessi finnst mér sú allra besta. Ég held að það sé vegna þess að maður þeytir eggjahvíturnar sér og blandar þeim varlega saman við deigið og það gerir pönnukökurnar svo léttar og fallegar.
Sorry guys, this one is in Icelandic ;-)
Ég hef séð margar uppskriftir af amerískum pönnukökum en þessi finnst mér sú allra besta. Ég held að það sé vegna þess að maður þeytir eggjahvíturnar sér og blandar þeim varlega saman við deigið og það gerir pönnukökurnar svo léttar og fallegar.
115g hveiti
2tsk lyftiduft
3 egg
140ml nýmjólk/léttmjólk
salt
100g smjör
3msk sykur
4 bananar
sýrður rjómi, til að bera fram
1. Setja hveiti, lyftiduft, mjólk og
eggjarauður í skál og þeyta vel saman. Setja eggjahvíturnar og hnífsodd af
salti í aðra skál og þeyta þar til stífar. Velta síðan eggjahvítunum varlega saman
við pönnukökudeigið. Baka síðan á pönnu eina í einu.
2. Setja smjörið og sykurinn á heita pönnu
og bræða þar til orðið að karamellu. Skera bananana í stóra bita og bæta þeim
saman við karamelluna. Velta þeim í örlitla stund og bera svo fram með
pönnukökunum og sýrðum rjóma.
No comments:
Post a Comment