Thursday, 4 June 2009

Big-G Borgari


Stundum vill maður bara hamborgara og franskar og þá er þessi borgari algjör snilld. Þessi uppskrift verður í komandi bók okkar bræðra sem kemur vonandi út jólin 2010. Hlynur Pálmason er algjör meistari með myndavélina og lætur einfaldan hamborgara og franskar líta út eins og málverk eftir Monet......:) Vonandi á þessi borgari eftir að njóta sín á grillum íslendinga í sumar.

Gerir 6 stóra borgara

1 kg nautahakk
1 laukur, fínt saxaður
1 msk dijon sinnep
½ tsk kúmin
1 msk kóriander fræ
salt og pipar rósmarín, eftir smekk
1 lúka parmesan ostur, rifin
1 egg
120 g brauðmylsnur
Franskar
2kg kartöflur
ólívuolía
rifin börkur af 1 sítrónu
100g maldon salt
rósmarín, eftir smekk

1. Byrja á að steikja laukin í smá olivuoliu á meðal hita þar til gylltur og taka svo til hliðar. Settu hakkið í skál og settu laukin saman við. Settu kúminfræin og kórianderfræin í mortel ásamt salti og pipar, og mala í gróft duft. Settu kryddblönduna við kjötið ásamt sinnepi, eggi og parmesan osti og blandaðu vel saman með höndunum. Ef þú villt ekki nota hendurnar getur þú sett þetta allt saman í matvinnslu vél. Bættu síðan við brauðmylsnunum saman við og vinna vel saman. Ef kjötið er of klístrað þá bara bæta við brauðmylsnum. Móta síðan borgarana með höndunum.

2. Hálftíma áður en þú villt steikja hamborgarana, kveiktu þá á ofninum og stilltu á 230˚C. Skerðu kartöflurnar í littla franskar og settu í sjóðandi vatn í 10 min. Taktu þær svo úr vatninu og settu á ofnplötu. Settu sítrónubörkin, saltið og rósmarín í mortel og malaðu það saman í fínt salt. Stráðu því síðan yfir kartöflunar ásamt skvettu af olivuolíu og veltu þeim vel saman við saltið og olíuna. Skelltu þeim síðan inn í ofn og bakaðu þær í 20 – 25 min. Kartöflunar verða stökkar en mjúkar í miðjuni.

5 comments:

Ibba sys said...

Gjeggjað Gummi minn eins og alltaf... fyndin stafsetningavilla samt "Settu sítrónubörkin, saltið og rósmarín í MORTEN" haha

Knús á línuna

ibba sys

Unknown said...

úps....:)

takk fyrir það Ibba mín

hlynurpálma. said...

þessi borgari verður fíraður upp í sumar, ekki spurning. Grill partý heima og öllum boðið nema þeim sem eru ekki í fjöldskyldunni minni...

Iris Heidur said...

Velkominn aftur bró! Góð byrjun eftir langa pásu. Mmmm..djúsí grillaður borgari...hittir beint í mark ;)

Ingibjörg frænka.. said...

Þessi er eitthvað sem ég verð að benda Hirti á. Hann er algjör borgarakall. Lítur rosa vel út.
Vona að allt hafi gengið þrusu vel í prófunum. Njóttu sumarsins..

Bestu kveðjur fráStjánastað,
Ingibjörg frænka..